News

28.09.2017

1648

Gáfu ánamaðka

Aðeins var komið með fjórar pysjur í pysjueftirlitið í dag. Einnig var komið með tvær sjósvölur. Önnur þeirra fannst um borð í Þórunni Sveins VE og var hún olíublaut. Verður hún hreinsuð næstu daga. Síðan kom hingað dúfa sem kom bara sjálf í heimsókn.

Krakkarnir á myndinni komu til okkar með ánamaðka handa tjaldsunganum sem er í fóstri hjá okkur og voru þeir fljótir að hverfa. Nú er spáð talsverðri rigningu næstu daga og þá er auðveldara að ná í ánamaðka. Tjaldsunginn okkar yrði mjög ánægður að fá fleiri ánamaðka að gjöf.


Back