News

26.09.2017

1644

Hreinsun á olíublautum pysjum

Upp á síðkastið hefur verið unnið að því að hreinsa þær olíublautu pysjur sem borist hafa í pysjueftirlitið. Hefur það gengið mjög vel og nú þegar er búið að sleppa nokkrum þeirra. Áður en pysjurnar fá brottfararleyfi eru þær prófaðar og athugað hvort þeim sé óhætt að fara út á sjóinn. 

Á myndinni má sjá mjög olíublauta pysju sem komið var með fyrir nokkrum dögum, fyrir og eftir hreinsun. Þessa pysju þarf þó að hreinsa aftur áður en hún fær frelsið.

Það er alltaf góð tilfinning að sleppa lundapysjum og horfa á þær fljúga út á sjóinn, en það er alveg sérstaklega ánægjulegt að horfa á eftir hreinsuðu pysjunum okkar.


Back