News

14.09.2017

1629

Olíublautar pysjur fá góða hjálp

Við í Sæheimum kynnum til leiks nýjan starfsmann, sem mun aðstoða okkur næstu daga við pysjueftirlitið. Það er Karen Lynn Velas líffræðingur frá Davis í Kaliforníu. Hún hefur m.a. unnið við að hreinsa olíublauta fugla af ýmsum tegundum eftir mengunarslys.

Mun hún taka starfsfólk Sæheima á námskeið á þessu sviði. Það er mikill fengur fyrir okkur að fá sérfræðing til að kenna okkur réttu handtökin við hreinsun fugla sem lennt hafa í olíu eða grút. 

Á hverju ári eru einhverjar pysjur sem lenda í olíu eða grút og núna erum við með um 15 pysjur sem þarf að hreinsa og endurhæfa áður en hægt er að sleppa þeim. Auk þeirra eru tveir fullorðnir lundar og ein dúfa sem þarf að hreinsa.

Á myndinni eru þau Karen og Eldur A. Hansen, sem einnig hefur rétt okkur hjálparhönd við pysjueftirlitið. 


Back