News

05.09.2017

1619

Ennþá mikið af pysjum

Dagurinn í dag var aðeins rólegri hjá pysjueftirlitinu en síðustu dagar, en samt sem áður nokkuð fjörugur. Komið var með 344 pysjur til okkar í dag og er því heildarfjöldinn kominn upp í 2.460 pysjur. Það er ekki nokkur spurning að við munum toppa árið í fyrra í pysjufjölda, en þá var komið með 2.639 pysjur og var það næst mesti fjöldi frá upphafi pysjueftirlitsins. 

Enn er mikill fjöldi pysja að fljúga í bæinn og ein fjölskylda kom til okkar með 40 pysjur eftir gærkvöldið.


Back