News

14.08.2017

1603

Tveir skötuselir

Áhöfnin á Drangavík VE kom með tvo skötuseli til hafnar í morgun. Eru þeir nú í Sæheimum og beðið er milli vonar og ótta hvort að þeir lifi. Eru skötuselir afskaplega viðhvæmir fiskar og mjög erfitt að halda þeim lifandi. Bæði eru þeir mjög viðkvæmir fyrir snertingu og fá auðveldlega sár og sömuleiðis er mikið álag fyrir þá að vera dregnir upp af miklu dýpi og upplifa hinn mikla þrýstingsmun sem óhjákvæmilega verður í umhverfi þeirra við veiðarnar. 


Back