News

13.08.2017

1602

Fyrsta pysja sumarsins

Rétt í þessu var komið með fyrstu pysju sumarsins, sem fannst við Skýlíð í gærkvöldi. Hún hefur verið mikið að flýta sér því hún er mjög smá og dúnuð og engan vegin tilbúin til að halda á haf út. Pysjan var einungis 134 grömm að þyngd en til samanburðar má geta þess að meðalþyngd pysjanna í fyrra var um 270 grömm. Hún var greinilega orðin svöng því að hún sporðrenndi strax heilli loðnu.

Eins og allir vita þá varð ÍBV bikarmeistari í knattspyrnu karla í gær og af því tilefni fékk pysjan nafnið Sigurbjörg. Miðað við hvað hún er dugleg að éta þá ætti hún að verða fljót að ná góðri þyngd og verður vonandi sleppt fljótlega. Á myndinni er Freysteinn Bergmann Sæþórsson með litlu pysjuna.


Back