News

11.08.2017

1601

Rituungar á förum

Nokkur fjöldi rituunga hefur verið í eldi hjá okkur í Sæheimum í sumar. Einn af öðrum eru þeir orðnir fleygir og tilbúnir til að halda af stað út í heiminn. Í gær var farið með fjóra rituunga út í Höfðavík og þeim gefið frelsi. Sátu þeir nokkra stund í grasinu áður en þeir prófuðu að fara í sjóinn. Áður var búið að sleppa 11 rituungum og er því nokkuð farið að fækka á rituhótelinu. 


Back