News

28.07.2017

1600

Bjargvættir Munda lunda

Í dag fengum við í Sæheimum góða heimsókn. Þar voru á ferð þau Ásrún og Egill, sem tóku að sér slasaðan lunda sem fannst við Sæbrautina í vor. Lundinn var slasaður á höfði og með sprungu í gogginum og má telja út frá áverkunum og staðsetningunni að hann hafi orðið fyrir bíl. Auk þessa var hann með mikla augnsýkingu. Þau fóru með lundann til dýralæknis sem útskurðaði að lundinn væri blindur. 

Með mikilli þolinmæði hafa þau hugsað um lundann og hefur hann náð alveg ótrúlegum framförum. Hann fékk nafnið Mundi og má fylgjast með honum á instagram @mundi_the_blind_puffin 

Á myndinni eru þau með Tóta lunda og blöðrulunda sem Egill útbjó handa honum.


Back