News

20.09.2016

668

Enn færri pysjur í dag

Einungis var komið með átta pysjur í pysjueftirlit Sæheima í dag. Sara Rós kom með tvær þeirra. Önnur þeirra var afskaplega létt og því fékk fjölskyldan  nokkrar loðnur í poka handa henni.

Við erum enn með nokkrar pysjur í eldi hjá okkur. Sumar þeirra voru litlar og dúnaðar og þurfa aðeins nokkra daga til að losna við dúninn og þyngjast eilítið. Aðrar hafa lennt í olíu og grút og þurfti því að hreinsa þær. Eftir slíka meðferð getur það jafnvel tekið þær nokkrar vikur að ná nægjanlegri fitu í fiðrið til að halda vatni frá líkamanum. Þær eru nú á daglegum sundæfingum og styttist í brottför hjá nokkrum þeirra.


Back