News

10.09.2016

656

Heimsmetið slegið

Búið er að vera mikið á gera í pysjueftirlitinu alveg frá því að safnið opnaði í morgun og strax klukkan 13 var búið að vigta um 100 pysjur. Þegar fjörið hélt áfram fram eftir degi fóru starfsmenn Sæheima að verða mjög spenntir, því að við sáum fram á að mögulega myndum við ná að slá heimsmetið í pysjuvigtun sem sett var þann 27. september í fyrra. Rétt fyrir klukkan 18 í dag var komið með pysju númer 310 í pysjueftirlitið og þar með var heimsmetið slegið. Það voru þær Kolbrún Birna og Una María sem komu með heimsmetspysjuna í eftirlitið.

Nú eru samtals komnar 1665 pysjur á þessu tímabili. Við erum sem sagt búin að toppa árið 2007 (með 1654 pysjur) og með sama áframhaldi munum við toppa árið 2012 (með 1830 pysjur) á allra næstu dögum.

Nú er um að gera að fara á pysjuveiðar í kvöld og reyna að setja nýtt heimsmet á morgun.

 


Back