News

08.09.2016

653

Toppari

Ein af pysjunum sem komið var með í pysjueftirlit Sæheima í dag var svokallaður toppari. Hann hafði hvítan fjaðraskúf upp úr höfðinu en var að öðru leyti eins og venjuleg pysja. Á safninu er til uppstoppaður toppari sem fannst fyrir mörgum árum. Hann hefur einnig hvítan fjaðraskúf á höfðinu. Topparar eru afar sjaldgæfir en vonandi nær þessi að auka kyn sitt verulega.


Back