News

10.08.2016

540

Kettlingur

Nokkrir strákar voru staddir í Bessahrauni í gær þegar þeir heyrðu ámátlegt væl. Það reyndist koma frá litlum kettlingi á þaki eins hússins. Þeir leituðu bæði að læðunni og hugsanlegum eiganda kettlingsins en fundu ekki. Þá brugðu þeir á það ráð að koma með kettlinginn í Sæheima. Við vorum svo heppin að hjá okkur var staddur nemi í dýralækningum. Hún sagði kettlinginn það ungan að það allra besta fyrir hann væri að fá móðurmjólkina eða mjólk frá annari læðu. Því leitum við að heimili með mjólkandi læðu með 2-4 vikna gamla kettlinga. 

Dýralæknirinn gaf okkur uppskrift að mjólk fyrir litla kettlinga í stað móðurmjólkurinnar. Hann er nú á góðu heimili og fær mjólkina sína á þriggja tíma fresti. Þar fær hann einnig góðan skammt af klappi og knúsi. 


Back