News

23.06.2016

536

Lið Fjarðabyggðar kemur færandi hendi

Í gær fengu Sæheimar - fiskasafn góða sendingu. Það voru ársgömul hrognkelsi frá Sindra Má Smárasyni á Fáskrúðsfirði. Lið Fjarðabyggðar á Orkumótinu gerði sér lítið fyrir og fluttu þau fyrir okkur alla leið til Vestmannaeyja. Þeir heimsóttu safnið í dag og þá gátum við þakkað þeim greiðann með því gefa þeim Sæheima derhúfur og buðum þeim í skoðunarferð í bakrými safnsins, þar sem þeir gátu heilsað upp á hrognkelsin, sem þeir fluttu.

Hrognkelsin eru nokkuð spræk eftir ferðalagið en þau verða fyrstu dagana í sérstöku búri meðan þau eru að jafna sig. Þau verða ekki flutt í sýningabúr fyrr en þau eru farin að taka æti. Vonandi verður það fljótlega því að hrognkelsi eru einstaklega fallegir og skemmtilegir fiskar.

Við þökkum Sindra Má og liði Fjarðabyggðar kærlega fyrir þessa góðu sendingu.


Back