News

23.12.2015

514

Jólakveðja

Starfsfólk Sæheima sendir gestum og velunnurum safnsins bestu jólakveðjur og þakkir fyrir innlit og gjafir á árinu. Vonum að nýja árið verði gott og að við sjáum ykkur sem oftast á safninu. Lundarnir senda einnig sínar bestu jólakveðjur, sérstaklega til allra krakkanna sem komu í heimsókn á árinu.

Þar sem laugardagur lendir á öðrum degi jóla og safnið því lokað, höfum við ákveðið að hafa safnið opið í staðinn á sunnudeginum 27. desember kl. 13 -16.


Back