News

23.11.2015

513

4. bekkur í heimsókn

Í dag komu krakkarnir í 4. bekk GRV í heimsókn á safnið. Ætluðu þau að skoða karfa, sem er fiskur árgangsins. Ekki eru lifandi karfar á safninu og því skoðuðu þau uppstoppaðan karfa sem þar er. Karfar lifa á talsverðu dýpi og eru sérstklega viðkvæmir fyrir þrýstingsmuninum sem verður þegar þeir eru dregnir þaðan og upp á yfirborðið. Það er því nánast ómögulegt að fá lifandi karfa á safnið. Stöku sinnum fáum við þó lifandi litla karfa, en hann lifir á nokkuð grynnra vatni en frændur hans af öðrum karfategundum. Krakkarnir fóru einnig á útibú Hafrannsóknastofnunar þar sem þau fengu að horfa á þegar karfi var krufinn. Væntanlega eru þau því margs vísari um karfa.


Back