News

17.10.2015

498

Enn koma pysjur í bæinn

Kominn er miður október og enn eru pysjurnar að yfirgefa holurnar sínar og fljúga að ljósunum í bænum. Svo lengi sem elstu menn muna hafa pysjurnar aldrei verið svo seint á ferðinni. Þeim fækkar þó dag frá degi, en í dag var komið með átta pysjur í pysjueftirlitið. Á myndinni er hún Kristel með aðra af pysjunum sínum, sem fundust við golfvöllinn. Pysjurnar eru nú orðnar 3819 alls.

Safnið verður opið á morgun, sunnudag, kl 13 -16 og tekið verður á móti pysjum og öðrum góðum gestum.


Back