News

13.10.2015

494

Ennþá að finnast pysjur

Ennþá eru að finnast lundapysjur í bænum. Þeim hefur þó fækkað talsvert mikið síðustu daga. Í gær var komið með 41 pysju í pysjueftirlitið og í dag voru þær 29 talsins. Heildarfjöldinn er nú kominn upp í 3787 pysjur. Þær sem hafa komið síðustu daga eru margar frekar léttar. Það vinnur gegn þeim að vera bæði léttar og seint á ferðinni en á móti kemur að veðrið hefur verið óvenju milt og vonandi komast þær í fljótlega æti í sjónum og ná að fita sig aðeins fyrir ferðalagið.


Back