News
08.10.2015
Opið um helgina
Í dag var komið með 61 pysju í pysjueftirlitið og eru því alls komnar 3557 pysjur. Það er greinilegt að það er farið að síga vel á seinni hlutann á pysjutímanum þetta árið. Enn má þó búast við einhverjum pysjum og því um að gera að hafa augun hjá sér um helgina og kíkja eftir þeim. Á myndinni er Ingibjörg að koma með pysjuna sína í vigtun og mælingu.
Opið verður í Sæheimum um helgina kl. 10 - 17 bæði laugardag og sunnudag og tekið á móti pysjum og öðrum gestum.
Most read
Steinbítur hrygnir
11.01.2011
Varmasmiður finnst í Eyjum
21.06.2011
Lundapysja í pössun
22.10.2010
Nornakrabbi hefur skelskipti
02.05.2011
þórarinn Ingi hefur þyngst mikið
21.09.2011