News

03.10.2015

482

Sami fjöldi pysja

Í dag var aftur komið með 232 pysjur í vigtun og mælingu hjá pysjueftirlitinu og eru pysjurnar því orðnar 2730 alls. Það voru heppnar pysjur sem fengu húsaskjól hjá mannfólkinu síðustu nótt því að hitastigið var við frostmark og mikil viðbrigði frá notalegri holunni sem þær voru að yfirgefa. Ekki blæs heldur byrlega fyrir þær á morgun því að þá spáir mjög hvassri austanátt og mikilli rigningu.


Back