News

02.10.2015

481

Fleiri í dag en í gær

Ekkert lát  virðist vera á pysjufjörinu því að í dag var komið 232 pysjur í pysjueftirlitið. Þær eru því orðnar 2497 samtals. Nokkrar af pysjunum síðustu daga hafa verið bæði litlar og dúnaðar og því þarf að ala þær í nokkra daga áður en þeim er sleppt á haf út. Fólk hefur verið ótrúlega duglegt að taka þessa litlu hnoðra að sér og erum við mjög þakklát fyrir það. Pysjur éta þó ekki kex eins og ætla mætti af myndinni, en kjósa heldur hráan fisk og rækjur t.d. Svo er líka hægt að fá loðnur hjá okkur til að gefa heimaöldum pysjum. Opið verður í Sæheimum um helgina bæði laugardag og sunnudag kl. 10-17.

 


Back