News

24.09.2015

470

Náttúruvísindadagar

Nú standa yfir Náttúruvísindadagar hjá krökkunum í 10. bekk GRV. Fengu þau fyrirlestra um marhnút, lunda og lúpínu og lögðu síðan leið sína í Sæheima og unnu verkefni um pysjueftirlitið. Tóku þau viðtöl við starfsfólkið og spurðu þau spjörunum úr og vildu fá upplýsingar um tölur síðustu ára í pysjueftirlitinu. Margir af krökkunum komu með pysjur í vigtun og mælingu í leiðinni.


Back