News

23.09.2015

466

Komnar yfir 400 pysjur

Nú eru komnar samtals 429 pysjur í pysjueftirlit Sæheima. Þó að þetta muni seint teljast gott pysjuár þá gleðjumst við yfir því að pysjurnar eru miklu fleiri en í fyrra, en þá voru þær 99 talsins og aðeins 30 árið þar áður. Í dag var góður dagur í pysjueftirlitinu en alls var komið með 146 pysjur. Þá var einnig komið með þyngstu pysjuna sem komið hefur verið með þetta árið en hún fannst á Eiðinu í gærkvöldi og var 318 grömm að þyngd. Við vonum að þessi þróun haldi áfram og viljum endilega fá bæði fleiri og stærri pysjur. Á myndinni má sjá pysju númer 400 ásamt finnandanum, honum Karli Jóhanni.


Back