News

15.09.2015

461

Aðmírálsfiðrildi

Með fyrstu haustlægðunum berst oft nokkur fjöldi skordýra til Íslands sem alla jafna sjást þar ekki. Eitt þessara skordýra er aðmírálsfiðrildið, sem hefur nánast verið árlegur gestur frá því að það fannst fyrst hérlendis árið 1901. Við í Sæheimum höfum frétt af nokkuð mörgum aðmírálsfiðrildum á Heimaey síðustu daga og starfsmenn Kubbs náðu að handsama eitt þeirra og færa safninu.

Aðmírálsfiðrildi hafa mjög mikla útbreiðslu. Þau finnast um nánast alla Evrópu en einnig í Litlu Asíu og Íran, Norður Afríku, mestalla Norður Ameríku og niður til Guatemala og Haití. hér á landi hafa þau helst fundist á láglendi sunnanlands. Þau eru miklir fluggarpar og hafa ríkt flökkueðli. Þau eru að berast hingað til lands allt sumarið en algengast er að þau komi hingað í september með sterkum sunnanvindum. Ekki er vitað til að þau hafi náð að fjölga sér hérlendis.

Nánar á:  http://www.ni.is/poddur/flaekingar/poddur/nr/1316


Back