News

12.09.2015

459

Þriðja lundapysjan

Rétt í þessu var komið með þriðju pysjuna í pysjueftirlit Sæheima. Fannst hún við verslunina Eyjavík og var þar að skoða í búðarglugga. Pysjan var mun stærri en fyrri pysjur, eða 288 grömm og vænglengdin 146 mm. Hún var mjög vel gerð og spræk og barðist um á hæl og hnakka í myndatökunni. Líklega hefur hún bara viljað komast strax út á sjó.


Back