News

25.08.2015

451

Kóngasvarmi

Þetta stóra og flotta fiðrildi kom um borð í Sigurð VE þegar hann var að veiðum fyrir austan land. Um er að ræða fiðrildi af tegundinni kóngasvarmi, sem er árlegur gestur á Íslandi. Kóngasvarmar eru miklir fluggarpar og geta náð 55 km hraða á klukkustund. Þeir leggjast oft í langflug frá náttúrulegum heimkynnum sínum í heittempruðum svæðum og hitabeltislöndum . Hingað til lands koma þeir sérstaklega síðsumars. Kóngasvarmi er eitt stærsta skordýr sem berst til landsins og getur vænghaf hans verið allt að 12 cm. Hann er helst á ferli á myrkri en laðast að ljósi og flýgur stundum inn um opna glugga. Bregður þá mörgum í brún en ekert er að óttast því kóngasvarmi er alveg meinlaus þó hann sé stórvaxinn. 


Back