News

20.08.2015

450

Tóti 4 ára

Í dag höldum við í Sæheimum upp á fjögurra ára afmæli Tóta lunda. Við vitum ekki nákvæmlega hvaða dag hann klaktist úr egginu en 20. ágúst er mjög nálægt lagi. Tóti var um það bil viku gamall þegar komið var með hann á safnið til okkar þann 29. ágúst 2011.

Stelpurnar í 5. flokki Þróttar í knattspyrnu komu í heimsókn á safnið og sungu afmælissönginn fyrir Tóta.


Back