News

02.07.2015

447

Heimsókn frá Kaliforníu

Þessi fjölskylda frá Kaliforníu heimsótti Sæheima í dag. Dóttirin Sarah hafði lesið um pysjutímann í Vestmannaeyjum fyrir fjórum árum síðan. Henni fannst þetta mjög spennandi og ákvað fjölskyldan að heimsækja Vestmannaeyjar við tækifæri og taka þátt í að bjarga lundapysjum. Krakkarnir eru bæði í skóla og áttu þau því ekki kost á að koma meðan pysjutíminn stendur yfir. Þess í stað komu þau núna og fóru með hjálparkokkum Sæheima, þeim Elísu, Snorra og Tobba, að leita að rituungum, en oft má finna litla unga undir Skiphellum sem dottið hafa úr hreiðrinu. Að sjálfsögðu fengu þau sýningu í sprangi í leiðinni. 


Back