News
01.11.2014
Ljósmyndir á húsgöflum
Núna um Safnahelgina verður varpað upp ljósmyndum á tvo húsgafla í bænum. Annars vegar er það norðurgafl Sýslumannshússins þar sem fjöldi ljósmynda frá Sæheimum - Fiskasafni eru sýndar. Þar er um að ræða myndir af fuglum, fiskum o.fl. lífverum sem verið hafa á safninu. Hins vegar er það vesturgafl Saltfiskhússins og þar eru sýndar ljósmyndir frá Gísla Friðriki Johnsen sem hann tók á fyrri hluta síðustu aldar. Myndirnar verða sýndar á kvöldin yfir Safnahelgina. Við þökkum íbúum húsanna að Heiðarvegi 13 og Nýborg fyrir að leyfa okkur að koma fyrir skjávörpum hjá þeim. Einnig eru þakkir til Menningaráðs Suðurlands sem veitti styrk til sýningarinnar.
Most read
Steinbítur hrygnir
11.01.2011
Varmasmiður finnst í Eyjum
21.06.2011
Lundapysja í pössun
22.10.2010
Nornakrabbi hefur skelskipti
02.05.2011
þórarinn Ingi hefur þyngst mikið
21.09.2011