News

29.10.2014

256

Safnahelgin framundan.

Safnahelgi Suðurlands verður haldin í sjöunda sinn um næstu helgi eða frá fimmtudeginum 30. október og til sunnudagsins 2. nóvember. Margt verður í boði þessa helgi víðs vegar um Suðurland (sjá nánar á slóðinni www.sudurland.is).

Í Sæheimum verður ljósmyndasýning af blómplöntum sem finnast á Heimaey. Ljósmyndirnar voru upphaflega teknar í tengslum við verkefni sem var unnið fyrir heimasíðu Sæheima. Þar verður hægt að skoða kort af Heimaey og skoða ljósmyndir af helstu blómplöntum sem vaxa á ýmsum svæðum eyjarinnar. Þessi hluti verkefninsins hlaut styrk frá Safnaráði. Það er svo Menningarráð Suðurlands sem veitir safninu styrk til að setja upp sýningu á þessum ljósmyndum.

Sýningin verður opin laugardaginn 1. nóvember og sunnudaginn 2. nóvember kl. 13-16.


Back