News

06.03.2014

109

Sefhænu sleppt

Sefhæna hefur verið á safninu frá því í byrjun febrúar. Hún var hlaupin uppi á Vigtartorginu og var mjög slöpp og horuð. Hún tók strax vel til matar síns og át mjög vel þann tíma sem hún var á safninu. Helst át hún brytjaða loðnu en einnig át hún ýmis korn og ávexti. Eplin voru þar í sérstöku uppáhaldi.

Þar sem sefhænur eiga heimkynni við tjarnir umluktar trjágróðri þá var ákveðið að fara með hana upp á land og sleppa henni þar, því að slík svæði eru vandfundin í Vestmannaeyjum. Ingvar Atli jarðfræðingur hjá Náttúrustofu fór með hana í Heiðmörk og sleppti henni þar. Hún tók strax flugið og hvarf út í buskann. Sefhænan var því greinilega mun sprækari en þegar hún fannst en þá náði hún ekki að fljúga.


Á fésbókarsíðu Birding Iceland var sagt frá atburðinum á þennan hátt:  "A Common Moorhen (Gallinula chloropus - Sefhæna), which was taken into care in poor health on Heimaey/Vestmannaeyjar S) last month, was released yesterday in fine health in Heiðmörk (SW). In fact it was so healthy it flew like a bat out of hell and disappeared within seconds, heading inland. "

Back