News

09.09.2013

108

Fyrsta lundapysjan

Þann 5. september kom fyrsta lundapysjan í hús í Pysjueftirlitið. Var hún vel á sig komin, 273 gr að þyngd og vænglengd 140 mm. Þess má geta að þetta er nokkuð seinna en í fyrra en á sama tíma fyrir ári voru komnar 140 pysju.

Það var Melkorka Mary Bjarnadóttir sem fann pysjuna í garði á Birkihlíðinni og myndina tók Óskar Pétur.
Back