Pysjur

Pysjufjörið fer senn að hefjast ef allt gengur eftir en nú þegar hefur verið komið með nokkrar pysjur í Sæheima. Vert er að hafa nokkur atriði í huga.

-Það er mjög mikilvægt að sleppa þeim strax daginn eftir að þær finnast. Ef þeim er haldið lengur léttast þær hratt og verða slappar. Þær verða stressaðar í þessu nýja umhverfi sem pappakassinn er og setja oft mikla orku í að sleppa úr prísundinni.

- Best er að hafa aðeins eina pysju í hverjum kassa. 

-Mikilvægt er að meðhöndla pysjurnar  ekki mikið því að við það geta þær misst olíuna úr fiðrinu sem er þeim svo mikilvæg til að halda vatni frá líkamanum. Pysjur sem er haldið lengi og mikið meðhöndlaðar eiga ekki mikla möguleika á að lifa.

-Safnið verður opið frá kl. 10 til 17 alla daga út september. Þeir sem ekki ná að koma á þessum tíma geta líka viktað pysjurnar heima og sent okkur síðan upplýsingar um þyngd, dagsetningu og fundarstað með tölvupósti á margret@setur.is 

Kristín Klara Óskarsdóttir og Jósúa Steinar Óskarsson árið 2016

 

 

Fjöldi pysja frá árinu 2003-2016

 

2016 2639
2015 3827
2014 99
2013 30
2012 1829
2011 27
2010 10
2009 479
2008 383
2007 1654
2006 91
2005 236
2004 970
2003 913

 

 

Þetta vefsvæði er í vinnslu.