Fréttir

07.10.2017

1666

Bárður í baði

Fyrr í sumar sögðum við frá lundanum Bárði Mýrdal sem var komið með til okkar (http://saeheimar.is/is/read/2017-07-21/bardur-myrdal/). Báður var með einhvers konar fitu í fiðrinu sem varð til þess að hann hélt ekki vatni frá líkamanum og blotnaði þar af leiðandi mikið þegar hann synti. Erfiðlega hefur gengið að hreinsa þessa fitu. Nýlega var hann hreinsaður í þriðja sinn og vonum við innilega að það dugi til og hægt verði að gefa honum frelsi á næstu dögum.

Lundarnir Tóti og Hafdís fylgdust spennt með þegar Bárður var baðaður og leit helst út fyrir að þau væru að hvetja hann áfram í þessum raunum "koma svo Bárður, þú getur þetta". 


Til baka