Fréttir

01.09.2017

1615

225 pysjur í dag

Komið var með 225 pysjur í pysjueftirlitið í dag, en eru það aðeins færri en komið var með í gær. Heildarfjöldinn er kominn upp í 870 pysjur. Við erum þó enn að vonast til að slá heimsmetið frá í fyrra, sem var 310 pysjur á einum degi og hvetjum því alla til að koma með pysjurnar í Sæheima eða vigta þær heima og senda okkur niðurstöðurnar.

Á myndinni eru þær Berta og Inga Birna Sigursteinsdætur sem komu með 357 gramma pysju en það er sú þyngsta á þessu tímabili. Við erum nokkuð ánægð með hvað pysjurnar eru almennt góðar og er meðalþyngd þeirra sem af er tímabilinu 270 grömm.


Til baka