Fréttir

13.06.2017

1594

Strákar með krabba

Þessir strákar komu með nokkra bogkrabba sem fengust í krabbagildru í Klettsvík og færðu Sæheimum að gjöf. Strákarnir heita Guðjón Kristinn Davíðsson og Magnús Jónsson og eru þeir báðir 10 ára. Krabbarnir voru settir í eitt af búrum safnsins sem er nýuppgert. Þar eru þeir nú í góðu yfirlæti með nokkrum marhnútum sem voru gefnir safninu eftir dorgveiðikeppni Sjóstangveiðifélags Vestmannaeyja, sem fram fór um síðustu helgi. Þökkum við bæði strákunum og Sjóstangveiðifélaginu fyrir góðar gjafir.


Til baka