Fréttir

22.05.2017

1590

Drangavíkin með tvo tröllakrabba

Áhöfnin á Drangavík VE kom færandi hendi er þeir komu að landi í gærkvöldi. Þeir gáfu Sæheimum tvo tröllakrabba, nornakrabba, kolkrabba og krossfiska. Þeir höfðu haldið tröllakröbbunum á lífi í rúma viku og þótti sumum þeir bjartsýnir að halda að krabbarnir myndu lifa þangað til að þeir næðu höfn. Af því tilefni fengu þeir nöfnin Bjartur og Birta. Þeir eru nú komnir í búr á safninu og eru bara nokkuð sprækir þrátt fyrir langt ferðalag.


Til baka