Fréttir

08.05.2017

1589

Tannkrabbi af Drangavík

Áhöfn Drangavíkur VE kom enn og aftur færandi hendi í Sæheima. Nú færðu þeir safninu stóran og flottan tannkrabba. Einn tannkrabbi er fyrir á safninu en er hann mun minni en þessi.

Tannkrabbar eru náskyldir töskukrabba og grjótakrabba og eru þeir mjög líkir honum. Tannkrabbann má þó þekkja á tenntum geirum á skjaldarröndinni sem krabbinn dregur nafn sitt af.

Heimkynni tannkrabba eru í sjónum frá Írlandi að Kanaríeyjum og finnast þeir allt niður á 400 metra dýpi. Þeir koma einstöku sinnum í veiðarfæri báta suður af Íslandi og þegar það gerist er um að gera að setja þá í sjófyllt kar og færa Sæheimum að gjöf. 


Til baka