Fréttir

11.04.2017

1584

Drangavíkin með góða gjöf

Áhöfnin á Drangavík VE kom að landi í morgun með mikinn fjölda lifandi dýra fyrir safnið. Voru þau hífð frá borði í tveimur körum og þurftu starfsmenn safnsins að flytja þau í þremur ferðum. Um var að ræða marga tugi skessukrabba, gaddakrabba og krossfiska. Einnig voru þeir með tvo stóra og flotta nornakrabba sem voru báðir um 1,3 kg að þyngd. Auk krabbanna voru í körunum þorskar, skötur og kolar. Bestu þakkir fyrir þessa flottu gjöf.

 


Til baka