Fréttir

27.09.2016

670

Líklega síðasta pysjan

Aðeins hefur verið komið með þrjár pysjur síðustu vikuna í pysjueftirlit Sæheima. Á sunnudaginn kom Ragnheiður Rut með pysjuna sína, sem hafði fundist inni í dal. Mjög líklegt má telja að um sé að ræða síðustu pysjuna á þessu pysjutímabili.

Það er gaman að geta þess að á þessum degi í fyrra var pysjutíminn í hámarki. Þá voru vigtaðar 309 pysjur hjá okkur í Sæheimum og höfðu aldrei verið vigtaðar eins margar pysjur á einum degi.


Til baka