Fréttir

13.09.2016

660

Þyngsta pysjan

Í fyrradag sögðum við frá þyngstu pysju sem komið hefur verið með í pysjueftirlit Sæheima síðan árið 2007.  Metið stóð ekki lengi því að í dag var komið með enn þyngri pysju. Var hún 357 grömm að þyngd. Hún fannst á gatnamótum Strandvegar og Heiðarvegar og finnandi hennar var Guðrún Eydís.

Árið 2003, sem var fyrsta ár pysjueftirlitsins voru pysjurnar talsvert þyngri en þær hafa verið síðan. Þá var meðalþyngd pysjanna 288 grömm og þyngsta pysjan var 450 grömm. Síðan þá hefur meðalþyngd pysjanna verið mjög mismunandi. 

Nú er komin 2321 pysja í eftirlitið þetta árið.


Til baka