Fréttir

20.06.2016

534

Rituungar

Þá er tími rituunganna hafinn. Árlega er komið með rituunga í Sæheima sem hafa fallið úr hreiðrum sínum við Skiphella. Oft eru það eldri ungar sem ýta þeim fram af syllunum í baráttu um  fæðuna sem foreldrarnir koma með. Þó þeir séu oft afar smáir við komuna á safnið ná þeir flestir að vaxa og dafna hjá okkur. Þegar þeir eru orðnir fleygir er þeim sleppt. Margir kjósa að ala þá heima og getur það verið mjög skemmtilegt.


Til baka