Fréttir

21.05.2016

526

Ormar óskast

Þessi litli ungi fannst í gær við Týsheimilið og hefur fallið úr hreiðrinu sínu. Hann er aðeins nokkurra daga gamall og innan við 60 grömm að þyngd. Þegar komið var með hann á safnið var hann frekar slappur enda líklega bæði kaldur og svangur. Um leið og hann fékk smá yl í kroppinn og matarbita fór hann að hressast. Nú er hann miklu hressari og heimtar mat á korters fresti og það fer ekkert á milli mála hvað það er sem hann vill. 

Við viljum endilega biðja krakka að finna orma handa honum að éta, því hann er búinn með alla ormana sem voru fyrir utan fiskasafnið.


Til baka