Fréttir

15.03.2016

520

Vorhugur í Tóta

Greinilega er kominn vorhugur í Tóta því hann er um þessar mundir að skipta yfir í sumarbúning sinn. Fyrstu merki þess eru að vangarnir eru smám saman að lýsast. Á næstu dögum fer hann að fá meiri lit í gogginn, húðsepinn í goggvikunum mun stækka og fá meiri lit, hvíta spöngin við nefrótina birtist, þríhyrndu plöturnar umhverfis augun koma í ljós og fætur hans verða gulari. Það er gaman að fylgjast með þessum breytingum, því alla jafna fáum við ekki tækifæri til að fylgjast með lundum í búningaskiptum. Þegar villtu lundarnir koma til landsins í lok apríl hafa þessar breytingar þegar átt sér stað og eru þeir komnir í varpbúning sinn. 


Til baka