Fréttir

15.10.2015

496

Komnar 3800 pysjur

Rétt í þessu kom Þórður Gunnarsson með pysju númer 3800 í pysjueftirlitið. Hann hefur verið mjög duglegur við að finna pysjur og fær þar dyggilega aðstoð frá fjöslkyldu sinni. Þessa síðustu daga koma flestir aðeins með eina pysju í einu í vigtun og mælingu en þau komu að sjálfsögðu með tvær. Pysjunum hefur fækkað mjög mikið og í gær var einungis komið með níu pysjur í eftirlitið.


Til baka