Fréttir

15.10.2015

495

Heimsókn frá Hong Kong

Enn eru ferðamenn að koma til Eyja og breytir það greinilega öllu hvort siglt er til Landeyjahafnar eða ekki. Þetta par frá Hong Kong kom í heimsókn í Sæheima í morgun. Þeirra aðal markmið með ferðinni var að hitta Tóta lunda. Þau voru búin að plana hringferð um landið en breyttu þeirri áætlun þegar þau lásu um Tóta á netinu og ákváðu að koma til Vestmannaeyja í staðinn. Þau voru alsæl yfir að hitta Tóta og hreinlega brostu hringinn þegar þau fengu einnig að halda á lítilli lundapysju.


Til baka