Fréttir
06.10.2015
Aðeins færri pysjur í dag
Nokkuð færri pysjur bárust pysjueftirlitinu í dag en síðustu daga. Þær voru þó 152 talsins og er því heildarföldi pysja kominn upp í 3382. Ennþá eru góðar líkur að finna pysjur á kvöldin og um að gera að kíkja eftir þeim. Eini kosturinn við það hve pysjurnar eru síðbúnar er að nú þarf ekki að bíða lengi eftir að verði dimmt, heldur er hægt að fara í pysjuleit fljótlega eftir kvöldmat. Á myndinni er Aron Sindrason með eina af pysjunum sínum, sem var númer 3350.
Most read
Steinbítur hrygnir
11.01.2011
Varmasmiður finnst í Eyjum
21.06.2011
Lundapysja í pössun
22.10.2010
Nornakrabbi hefur skelskipti
02.05.2011
þórarinn Ingi hefur þyngst mikið
21.09.2011