Fréttir

25.09.2015

471

Ferðamenn koma víða að

Þó liðið sé að lokum september eru erlendir ferðamenn enn að heimsækja eyjarnar og koma þeir víða að. Síðustu dagana höfum við fengið gesti frá Evrópu, Bandaríkjunum, Japan, Singapore, Ísrael, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Hollensku ferðamennirnir á myndinni komu til Vestmannaeyja fyrir hálfgerða tilviljun. Þegar þau heimsóttu Sæheima var pysjuvigtun í fullum gangi og fannst þeim frábært að fá að fylgast með og fræðast um pysjutímann. Nú skildu þau hvers vegna íbúar bæjarins gengu um með pappakassa. Þegar þau fóru frá safninu fundu þau pysju og komu að sjálfsögðu með hana í pysjueftirlitið. 


Til baka