Fréttir

12.09.2015

460

Skrofurnar mættar

Í dag var komið með fyrstu skrofu haustsins í Sæheima. Reyndist hún vera 460 grömm að þyngd. Skrofur eru skyldar sjósvölum og stormsvölum en eru talsvert stærri en þessar frænkur þeirra.

Þessir fuglar eru  af ættbálki pípunasa, en einkenni þeirra er að nasaholurnar mynda pípur ofan á nefinu. Fýlar eru einnig í fjölskyldunni og eru þeir stæstir þessara fugla.


Til baka