Fréttir

10.09.2015

456

Gullglyrna

Komið var með gullglyrnu í Sæheima sem fundist hafði við Sorpu. Gullglyrnur eru flækingar hér á landi og berast oft frá Evrópu með sterkum vindum og hafa fundist víða um land. Þær eru af ættbálki netvængja, en birkiglyrna er eina tegund þessa ættbálks sem lifir hérlendis. 

Gullglyrna er mjög fallegt skordýr. Bolurinn er fagurgrænn með gulri rönd eftir honum endilöngum. Vængirnir eru gagnsæir með áberandi æðaneti. Augun eru hvelfd, gulgræn og gljáandi og dregur tegundin nafn sitt af þeim. Fullorðnar gullglyrnur nærast á frjókornum og blómasafa en lirfurnar éta blaðlýs.

Sjá nánar á:  http://www.ni.is/poddur/flaekingar/poddur/nr/973 


Til baka