Fréttir

08.09.2015

454

Fyrsta lundapysjan

Fyrsta lundapysja sumarsins var að koma í hús. Það voru þau Erna og Sigurður sem fundu hana inni í Herjólfsdal.  Pysjan var mjög smá en þó ekki dúnuð. Hún var 167 grömm að þyngd og vænglengdin 120 mm. Var henni boðin loðna og tók hún vel til matar síns og virkar spræk þó smávaxin sé.

Nú er um að gera að taka bryggjurúnt á kvöldin með pappakasana klára í skottinu og hafa augun hjá sér.


Til baka